The Village

Ég hef ekki séð myndina The Village en í nótt dreymdi mig hana. Myndin fjallar víst um einhverskonar skrímsli sem halda bæ einhverjum föngnum í skógi einum. Í draumnum var þetta þó stórborg þar sem risapöddur voru að gera allt vitlaust. Í einni senunni var maður gleyptur í gegnum rúðu af grænu risa blobi. Eftir að hafa verið gleyptur sást hvernig hann fór í þúsund mola. Síðar forðaði skrímslið sér en varð fyrir óhappi í jeppa og sprakk.
Í lokin tóku pöddurnar einhvern piltung með sér í pöddu heimana og þarmeð lauk myndinni.
2 stjörnur af fjórum. Vel leikin.

Seinni heimsstyrjöldin

Í nótt dreymdi mig að ég væri að forða mér undan nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Ég og Óli vorum hlaupandi í miðfellinu í Fellabæ um hánótt með Björgvin og Bergvin í einhverri kerru sem rann niður götuna fyrir aftan okkur. Planið var að fara upp í Fellasveitina einhversstaðar og fela okkur þar sem við vorum allir gyðingar í draumnum. Mjög sérstakur og raunverulegur draumur.