Að sofna í svefni

Í nótt var ég svo þreyttur að ég sofnaði í svefni, þeas mig dreymdi að ég hefði sofnað.
Draumurinn byrjaði á því að ég var að ganga framhjá íþróttahúsinu og hitti þar Emil Björnsson, gamla áfangastjórann minn í ME en hann gekk með mér í átt að húsi þar sem mér hafði verið boðið í mat af Soffíu Sveinsdóttur. Hjá henni var eldri systir hennar og eldri vinkona einhver sem var mjög svipuð þeim systrum í útliti. Allavega, ég lagðist í sófann og horfði á fréttir ef ég man rétt. Eftir smástund var ég mjög þreyttur og ég man greinilega að ég barðist hatrammri baráttu við að sofna ekki en beið ósigur. Ég reyndi eins og ég gat að vakna þarna í sófanum en gekk ekki betur en svo að ég vaknaði af báðum svefnunum heima í rúminu klukka 5:00 í nótt, mjög súr yfir málalokum þar sem ég átti eftir að borða í þessu matarboði.

Svakalegur draumur maður

Í nótt dreymdi mig reiðinnar býsn, loksins. Einhver stelpa, minnir mig að hafi verið Elsa Guðný (???) var að vinna í Olís og vantaði lykla einhverja til að geta afgreitt fólkið sem vildi versla í sjoppunni. Hún bað mig um að ná í lyklana heima hjá einhverjum en svo leiðinlega vildi til að þeir voru fastir í einhverju forriti (!!!). Eftir smá basl náði ég lyklunum úr forritinu og kom ég með þá en þá var klukkan orðin 2 að nóttu og hún mjög óánægð með árangur minn. Ég afsakaði mig í bak og fyrir en ekkert gekk.
Næsta dag var einhver að vinna sem ég man ekki hver var og Olís sjoppan var búin að yfirtaka Svarthvítu Hetjuna. Afgreiðslumaðurinn/stúlkan sýndi mér endurspeglun manns í glugganum sem gekk mjög rólega í átt að rúðunni að því er virtist. Enginn karl var þó nokkurstaðar að finna. Ég man að ég var skelfingu lostinn í draumnum.
Ég skemmti mér svo vel við draumfarirnar að ég svaf vel yfir mig.

Draumlausar nætur

Það lítur út fyrir að mig dreymi ekki nokkurn skapaðan hlut þessa dagana. Mig dreymdi reyndar batmanbíl (???) fyrir nokkrum dögum síðan en það var stuttur draumur og fábrotinn.
Ég tek stundum ca tveggja vikna draumfaraskeið og ég vona að það fari að líða að einu slíku.

Síðustu tvær nætur

Í gærnótt dreymdi mig vinkonu mína sem ég fer ekki nánar út í.

Í nótt dreymdi mig svo eitthvað um að fljúga, ég gat flogið og var staddur í borg. Merkilegt.

Memento tilfinning

Í nótt dreymdi mig eitthvað svo stórkostlegt, eitthvað svo unaðslegt og frábært að ég náði að gleyma því eftir rúmar 10 mínútur. Það tengdist eitthvað bílnum mínum minnir mig.

Löggutussan!

Lögreglan tók mig á nesinu í nótt á meðan ég svaf, þeas hún stoppaði mig á of miklum hraða. Man lítið meira. Og já, þetta var draumur.

Fyrsti draumurinn

Í nótt dreymdi mig að ég væri í sveit í heimsókn á einhverjum bæ. Við skoðuðum nágrenni bæjarins nokkuð vel og lentum í smá eltingaleik við bóndann, einhverra hluta vegna.
Mestmegnis átti draumurinn sér stað í kringum smá hæð sem var sérkennileg í laginu með mikið af gulleitu grasi á, að mér fannst. Hélt alltaf að mann dreymdi í svarthvítu en ég sá greinilegan lit á grasinu. Haustlitir og haustveður. Hvasst. Virkilega þægilegur draumur og ég vaknaði endurnærður.