Í nótt var ég svo þreyttur að ég sofnaði í svefni, þeas mig dreymdi að ég hefði sofnað.
Draumurinn byrjaði á því að ég var að ganga framhjá íþróttahúsinu og hitti þar Emil Björnsson, gamla áfangastjórann minn í ME en hann gekk með mér í átt að húsi þar sem mér hafði verið boðið í mat af Soffíu Sveinsdóttur. Hjá henni var eldri systir hennar og eldri vinkona einhver sem var mjög svipuð þeim systrum í útliti. Allavega, ég lagðist í sófann og horfði á fréttir ef ég man rétt. Eftir smástund var ég mjög þreyttur og ég man greinilega að ég barðist hatrammri baráttu við að sofna ekki en beið ósigur. Ég reyndi eins og ég gat að vakna þarna í sófanum en gekk ekki betur en svo að ég vaknaði af báðum svefnunum heima í rúminu klukka 5:00 í nótt, mjög súr yfir málalokum þar sem ég átti eftir að borða í þessu matarboði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli