Í nótt dreymdi mig að ég væri í sveit í heimsókn á einhverjum bæ. Við skoðuðum nágrenni bæjarins nokkuð vel og lentum í smá eltingaleik við bóndann, einhverra hluta vegna.
Mestmegnis átti draumurinn sér stað í kringum smá hæð sem var sérkennileg í laginu með mikið af gulleitu grasi á, að mér fannst. Hélt alltaf að mann dreymdi í svarthvítu en ég sá greinilegan lit á grasinu. Haustlitir og haustveður. Hvasst. Virkilega þægilegur draumur og ég vaknaði endurnærður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli