Svakalegur draumur maður

Í nótt dreymdi mig reiðinnar býsn, loksins. Einhver stelpa, minnir mig að hafi verið Elsa Guðný (???) var að vinna í Olís og vantaði lykla einhverja til að geta afgreitt fólkið sem vildi versla í sjoppunni. Hún bað mig um að ná í lyklana heima hjá einhverjum en svo leiðinlega vildi til að þeir voru fastir í einhverju forriti (!!!). Eftir smá basl náði ég lyklunum úr forritinu og kom ég með þá en þá var klukkan orðin 2 að nóttu og hún mjög óánægð með árangur minn. Ég afsakaði mig í bak og fyrir en ekkert gekk.
Næsta dag var einhver að vinna sem ég man ekki hver var og Olís sjoppan var búin að yfirtaka Svarthvítu Hetjuna. Afgreiðslumaðurinn/stúlkan sýndi mér endurspeglun manns í glugganum sem gekk mjög rólega í átt að rúðunni að því er virtist. Enginn karl var þó nokkurstaðar að finna. Ég man að ég var skelfingu lostinn í draumnum.
Ég skemmti mér svo vel við draumfarirnar að ég svaf vel yfir mig.

0 athugasemdir: