Í nótt dreymdi mig að ég hefði pantað hamborgara með frönskum og öllu tilheyrandi í Smáralindinni en þeir sem afgreiddu mig voru Simmi og Jói, þessir sem eru gjörsamlega staðnaðir í húmor. Afgreiðslan var skelfileg og þeir virtust ekki vilja afgreiða mig. Þegar þeir gerðu það svo loksins þá voru flestir farnir og hamborgarinn ógeðslegur í útliti. Sverrir Gestsson, gamli grunnskólakennarinn minn var þarna í salnum auk Soffíu Sveins, sem ég baðst afsökunnar til fyrir að hafa keypt mér hamborgara, alveg óvart.
Skrítið að dreyma kjöt á þennan hátt þegar ég borða það ekki lengur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli