Svitabað

Í nótt vaknaði ég eftir klukkutímasvefn löðrandi í svita, í köldu herbergi. Ég fór því, fullur af viðbjóði, niður á salernið og þreif mig hátt og lágt. Svaf svo ofan á sænginni það sem eftir lifði nætur. Verst að ég man ekki hvað mig dreymdi. Það hefur verið eitthvað rosalegt!

0 athugasemdir: