Tiltekt

Raunverulegur draumur minn rættist að sumu leiti í nótt þegar tekið var til heima hjá mér, þó ekki Helgafellinu heldur gömlu heildsölunni þar sem ég virtist búa. Þórunn Gréta var sú sem, að sögn Björgvins bróðir, tók til í skógeymslunni. Í kjölfarið fann ég ekki skónna mína og var mjög óánægður. Björgvin leitaði að þeim inni á meðan ég fór út berfættur í moldina sem er í götunni og kveikti á tölvuskjá ofan í einum af hundruðum polla sem eru í götunni. Þá sá ég Björgvin koma aftur út með skónna í höndunum og hokkíkylfi í hendi og lífið hélt áfram. Þá auðvitað rumskaði ég, orðinn 20 mínútum of seinn í vinnuna.

0 athugasemdir: